Starfsfólk

Hallgrímur Guðjónsson

Meltingarlæknir

Fæddur 1952 á Hofsósi í Skagafirði alinn upp í Njarðvík á Suðurnesjum. Útskrifast úr Læknadeild HÍ 1978. Stunda sérfræðinám og lýk prófi í almennum lyflækningum og meltingarsjúkdómum við University of Wisconsin og University of Vermont í Bandaríkjunum 1981-1986. Starfaði sem meltingarlæknir við Dartmouth Hitchcock -Veterans Administration Medical Centers í New Hamshire og Vermont í Bandaríkjunum 1986-1987. Hef frá 1987 starfað stöðugt sem meltingarlæknir bæði á Meltingarsetrinu og Landspítalanum.

Jón Örvar Kristinsson

Meltingarlæknir

Fæddur í Reykjavík 1969. Læknapróf frá HÍ 1995. Hann lauk sérnámi í almennum lyflækningum við Radboud háskólasjúkrahúsið í Nijmegen í Hollandi 2003 og síðan sérfræðinámi í meltingarsjúkdómum við sömu stofnun árið 2005. Starfaði þar að loknu sérnámi til ársins 2007 en frá því ári hefur hann starfað samtímis bæði í Meltingarsetrinu og á meltingardeild Landspítalans.

Lóa Guðrún Davíðsdóttir

Meltingarlæknir

Fædd 1970 í Svíþjóð. Útskrifuð úr Læknadeild Háskóla Íslands 1998. Stundaði nám og lauk prófi í almennum lyflækningum og meltingarsjúkdómum við Karolinska Sjúkrahúsið árið 2011. Lauk doktorsnámi við Karolinska Institutet 2016. Hef starfað sem meltingarlæknir í Meltingarsetrinu og á Landspítalanum frá 2016.

Óttar Már Bergmann

Meltingarlæknir

Fæddur 1970 í Reykjavík og uppalinn á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Útskrifaðist úr Læknadeild Háskóla Íslands 1997. Stundaði nám og lauk prófi í almennum lyflækningum og meltingarsjúkdómum við University of Iowa í Bandaríkjunum frá 2001-2008. Hef starfað sem meltingarlæknir í Meltingarsetrinu og á Landspítalanum frá 2008.

Sif Ormarsdóttir

Meltingarlæknir

Útskrifaðist úr Læknadeild Háskóla Íslands 1988. Hún stundaði sérfræðinám í lyflækningum og meltingarlækningum í Uppsölum, Svíþjóð og lauk þaðan sérfræðinámi í meltingarsjúkdómum 1998 og doktorsprófi 2001. Hún starfaði sem meltingarsérfræðingur á háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum og á Sophiahemmet í Stokkhólmi til ársins 2004 að hún hóf störf hjá Meltingarsetrinu. Hún var jafnframt læknir á Lyfjastofnun frá 2003 til 2011. Árin 2011 – 2016 vann hún sem lifrarsérfræðingur hjá lyfjafyrirtæki í Gautaborg, Svíþjóð. Frá 2016 er Sif starfandi meltingarsérfræðingur á Landspítala og í Meltingarsetrinu.

Sigurður Einarsson

Meltingarlæknir

Fæddur 1968. Útskifaðist úr Læknadeild Háskóla Íslands 1994.
Sérnám í lyflækningum við University of Wisconsin 1998-2001.
Sérnám í meltingarsjúkdómum við sömu stofnum 2001-2004.
Starfaði við University of Wisonsin 2004-2007.
Flutti til Íslands 2008 og starfaði í Meltingarsetrinu og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til 2010, á Landspítalanum 2008-2010.
Flutti aftur til Bandaríkjanna 2010 og starfaði við St. Mary´s Hospital, Madison, Wisconsin frá 2010-2016.
Flutti aftur til Íslands 2016 og hef starfað á Landspítalanum og Meltingarsetrinu síðan.

Sigurður Ólafsson

Meltingarlæknir

Sigurður úrskrifaðist úr læknadeild HÍ árið 1985. Hann hélt síðan til Bandaríkjanna í framhaldsnám og lauk námi í almennum lyflækningum við Cleveland Metropolitan General Hospital og Case Western Reserve háskólann árið 1991 og í meltingarlækningum og lifrarlækningum við Northwestern Memorial sjúkrahúsið og Northwestern University School of Medicine í Chicago árið 1994. Sigurður starfaði við Sjúkrahúsið á Akranesi 1994-2003 og frá árinu 1998 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og síðar Landspítala. Hann er klínískur dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Sigurður hefur starfað sem í meltingarlæknir í Meltingarsetrinu frá 1998.

Steingerður Anna Gunnarsdóttir

Meltingarlæknir

Fædd 1969 í Reykjavík og uppalin þar. Útskrifaðist úr Læknadeild Háskóla Íslands 1996. Stundaði nám í almennum lyflækningum og meltingarsjúkdómum við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg frá 2000 til 2007. Doktorspróf frá Göteborgs Universitet 2008. Hef starfað sem meltingarlæknir í Meltingarsetrinu frá 2007 og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá 2010.

Sunna Guðlaugsdóttir

Meltingarlæknir

Fædd og uppalin í Reykjavík. Hún er með læknapróf frá Háskóla Íslands 1989, í almennum lyflækningum frá Zuiderziekenhuis (Medisch Centrum Rijnmond Zuid) í Rotterdam og undirsérgrein í meltingarsjúkdómum frá háskólasjúkrahúsi Rotterdam, Dijkzigt (Erasmus University Medical Center Rotterdam). Hún lauk doktorsprófi frá Erasmus-læknaháskólanum í Rotterdam 2002 og hlaut sama ár „The European Diploma of Gastroenterology“ frá stjórn Evrópusamtaka í meltingarsjúkdómum („European Board of Gastroenterology“). Hún er ein af stofnendum og fyrsti framkvæmdarstjóri fyrirtækisins Meltingarsetrið ehf. Hún starfar einnig í Meltingarsetrinu Mjódd og á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Hún hefur látið sig sérstaklega varða hópleit fyrir ristilkrabbameini á Íslandi og á sæti í fagráði um krabbamein í ristli og endaþarmi hjá Landlæknisembættinu.

Sigurbjörn Birgisson

Meltingarlæknir

Sigurbjörn útskrifaðist úr læknadeild HÍ árið 1989 og lauk framhaldsnámi í almennum lyflækningum í Bandaríkjunum við Cleveland Metropolitian General Hospital og Case Western Reserve háskólann 1993 og lauk sérnámi í meltingarlækningum við sama háskólasjúkrahús 1995 og sérnámi í hreyfisjúkdómum meltingarfæra og vélindasjúkdómum við Cleveland Clinic Foundation í Cleveland Ohio 1996. Hann starfaði síðan á meltingarsjúkdómadeild Landspítalans frá 1996-2012 og þar næst sem yfirlæknir vélindasjúkdómadeildar Cleveland Clinic Foundation frá 2012-2014. Sigurbjörn starfaði sem sérfræðingur í meltingarsjúkdómum og yfirlæknir vélindasjúkdómadeildar á Cleveland Clinic Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum frá 2014-2021. Sigurbjörn er einn af stofnendum Meltingarsetursins og hóf þar störf aftur 2022.

Camilla Mortensen

Hjúkrunarfræðingur

Hólmfríður Jónasdóttir

Sjúkraliði

Magnea Gunnarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur

Magndís Andrésdóttir

Hjúkrunarfræðingur

Karen Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur

Ragnhildur Björg Karlsdóttir

Hjúkrunarfræðingur

Sólrún Einarsdóttir

Sjúkraliði

Helena Rut Örvarsdóttir

Sérhæfður starfsmaður

Hildur María Kristbjörnsdóttir

Hjúkrunarfræðingur

Linda Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur

Soffía Hlynsdóttir

Hjúkrunarfræðingur