Spurt og svarað

Tilvísanir

Þarf tilvísun fyrir magaspeglun

Það þarf ALLTAF tilvísun ef einstaklingur þarf að komast í magaspeglun.

Þarf tilvísun í ristilspeglun ef fólk er með einkenni

Það þarf ALLTAF tilvísun ef einstaklingur þarf að komast í ristilspeglun vegna einkenna.

Þarf tilvísun í ristilspeglun ef það er skimun vegna aldurs (í kringum 50 ára)

Það þarf EKKI tilvísun ef þetta ef ristilspeglun til skimunar vegna aldurs og enginn einkenni eru til staðar.
Hægt er að hringja í síma 556-3100 eða senda tölvupóst á meltingarsetrid@meltingarsetrid.is.

Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram eru ..

● Kennitala
● Símanúmer

Viðkomandi er svo settur á símalista hjá meltingalækni og hringt verður svo í einstakling varðandi tíma og undirbúning fyrir speglun.
Það er líka hægt að senda beiðni fyrir ristilspeglun ef það er skimun vegna aldurs.

Ég er að koma í ristilspeglun

Má ég keyra / hvenær

  • Ef einstaklingur fær kæruleysislyf má það ekki keyra heim eftir speglun eða restina af deginum.
  • Ef einstaklingur fær ekki kæruleysislyf má keyra heim eftir speglun

Má ég vinna / hvenær

Ef einstaklingur fær kæruleysislyf mælum við ekki með að viðkomandi fari í vinnu en ef kæruleysislyfi er sleppt getur einstaklingur farið í vinnu.

Má ég taka lyfin mín

Flest lyf er hægt að halda áfram að nota þrátt fyrir þessa rannsókn, jafnvel rannsóknardaginn sjálfan.

Ég tek blóðþynnandi lyf - hvað þarf ég að gera

  • Hvort þú tekur blóðþynnandi- eða blóðflöguhemjandi lyf eins og Kóvar, Xarelto, Rivaroxaban, Pradaxa, Eliquis, Lixiana, Persantin, Clopidogrel, Grepid, Plavix, Ticlid, Efient eða Brilique. Að jafnaði skal hætta notkun 2-7 dögum fyrir rannsókn vegna blæðingarhættu en tímalengdin fer eftir tegund lyfsins.
  • Nauðsynlegt er að hafa samráð við lækni áður en tekin er ákvörðun um að stöðva tímabundið notkun slíkra lyfja.
  • Ekki er ástæða til að hætta töku hjartamagnýls (Aspirins) fyrir speglun nema læknirinn gefi sérstök fyrirmæli um það.

Ég tek sykursýkislyf - hvað þarf ég að gera

Nauðsynlegt er að hafa samráð við lækni áður en tekin er ákvörðun um að stöðva tímabundið notkun slíkra lyfja.

Hvað tekur þetta langan tíma

  • Ristilspeglun                15 – 45 mín
  • Stutt ristilspeglun.       3 – 10 mín

Ef einstaklingur fær kæruleysislyf fer það inn á vöknun og jafnar sig.

Alla jafna sefur fólk í um klukkutíma. Síðan er viðtal við lækni. Þannig heildartími er rúmur klukkutími til einn og hálfur tími.

Dæmi um fljótandi fæði

Drekkið gjarnan mismunandi vökva og alls ekki eingöngu vatn.

  • Tærar súpur / síaðar súpur
  • Leysa upp súputeningar og pakkasúpur
  • Ávaxtasafar án aldinskjöts
  • Svaladrykkir
  • Ávaxtahlaup (jello)
  • Gosdrykkir eða orkudrykkir (Gatorade, Powerade, Aquarius)
  • Kaffi og te
  • Pilsner og malt

Frostpinnar án súkkulaðihjúps

Hvað kostar svona rannsókn uþb

Erfitt er að segja með kostnað þar sem það fer eftir bæði gjaldflokki og stöðu einstaklings í kerfinu.

Mér finnst úthreinsunin ganga illa, hvað er til ráða

  • Halda áfram að vera duglegur að drekka, reyna að hreyfa sig og fara vel eftir leiðbeiningum.
  • Misjafnt hvenær úthreinsun fer af stað.

Hvar fæst úthreinsilyfið

Moviprep (úthreinsilyf) er ekki lyfseðilsskylt og fæst í öllum apótekum

Má borða eftir speglun

Já, má borða hvað sem er eftir speglun.

Ég er að koma í magaspeglun

Má ég keyra / hvenær

  • Ef einstaklingur fær kæruleysislyf má það ekki keyra heim eftir speglun eða restina af deginum.
  • Ef einstaklingur fær ekki kæruleysislyf má keyra heim eftir speglun

Má ég vinna / hvenær

Ef einstaklingur fær kæruleysislyf mælum við ekki með að viðkomandi fari í vinnu en ef kæruleysislyfi er sleppt getur einstaklingur farið í vinnu.

Má ég taka lyfin mín

Má taka öll lyf.

Ég tek blóðþynnandi lyf - hvað þarf ég að gera

Það er í lagi að taka blóðþynnandi lyf fyrir magaspeglun.

Hvað tekur þetta langan tíma

  • 5 – 10 mín
  • Ef einstaklingur fær kæruleysislyf fer það inn á vöknun og jafnar sig.
  • Alla jafna sefur fólk í um klukkutíma.
  • Síðan er viðtal við lækni.

Þannig heildartími er rúmur klukkutími til einn og hálfur tími.

Hvað þarf að fasta lengi

  • 6 tímar á fæðu
  • 2 tímar á drykki

Hvað kostar svona rannsókn uþb

Erfitt er að segja með kostnað þar sem það fer eftir bæði gjaldflokki og stöðu einstaklings í kerfinu.

Má borða eftir speglun

Það má borða hvað sem EN ekki fyrr en klukkutíma eftir speglun.

Ég er að koma í öndunarpróf

Má ég keyra / hvenær

Já, mátt keyra eftir öndunarpróf.

Má ég vinna / hvenær

Já, mæta í vinnu eftir öndunarpróf.

Má ég taka lyfin mín

  • Flest lyf er hægt að halda áfram að nota þrátt fyrir þessa rannsókn EN engin sýklalyf  í 4 viku og enginn magalyf (sýrudælublokkalyf – PPI) í 2 vikur (nema gaviscon og remi)
  • Best að taka lyfin eftir rannsókn daginn sem öndunarprófið er gert.

Hvað þarf að fasta lengi

Fasta í 6 klst á bæði fæðu og drykk.

Hvað kostar svona rannsókn uþb

Erfitt er að segja með kostnað þar sem það fer eftir bæði gjaldflokki og stöðu einstaklings í kerfinu.