Almennar upplýsingar:
Skoðaður er endaþarmur og slímhúðir alls ristilsins jafnvel upp í neðstu hluta smáþarma.
Algengar ástæður fyrir rannsókninni eru: Blóðleysi, einkenni frá ristli t.d. verkir,
hægðaóregla, hægðabreytingar (niðurgangur eða harðlífi), blóð í hægðum, bólgusjúkdómur í
neðri hluta meltingarvegs eða sem skimun fyrir ristilkrabbameini og ristilsepum.
Undirbúningurinn:
Allur ristillinn þarf að vera tómur svo auðvelt sé að meta slímhúðina. Úthreinsun er með
sérstökum úthreinsandi lyfjum. Leiðbeiningar fylgja á sér eyðublaði.
Mikilvægt er að læknirinn sem framkvæmir rannsóknina fái upplýsingar um almennt
heilsufar þitt. Það sem læknirinn þarf að vita:
- Hvort þú ert haldin(n) alvarlegum hjarta og/eða lungnasjúkdómi.
- Hvort þú hafir nýrnakvilla.
- Ofnæmi – hvers konar.
- Þungun.
- Sykursýki – aðlaga þarf lyfja- eða insúlínskammt að úthreinsuninni.
- Hvort þú tekur blóðþynnandi- eða blóðflöguhemjandi lyf eins og Kovar, Xarelto, Pradaxa,
Eliquis, Persantin, Clopidogrel, Grepid, Plavix, Ticlid, Efient eða Brilique. Að jafnaði skal
hætta notkun einni viku fyrir rannsókn vegna blæðingarhættu (nema læknir þinn gefnu
fyrirmæli um skemri tíma). Nauðsynlegt er að hafa samráð við lækni áður en tekin er
ákvörðun um að stöðva tímabundið notkun slíkra lyfja.Ekki er ástæða til að hætta töku hjartamagnyls (Aspirins) fyrir speglun nema læknirinn gefi
sérstök fyrirmæli um það.Nauðsynlegt er að hafa samráð við lækni áður en tekin er ákvörðun um að stöðva
tímabundið notkun slíkra lyfja.Flest önnur lyf er hægt að halda áfram að nota þrátt fyrir þessa rannsókn, jafnvel
rannsóknardaginn sjálfan.
Rannsóknin sjálf:
- Áður en rannsóknin byrjar gefur hjúkrunarfræðingur eða læknir þér stutta útskýringu á því
hvernig rannsóknin fer fram. Hafirðu spurningar, skaltu endilega bera þær fram þá. - Rannsóknina framkvæmir læknir sem er sérstaklega til þess þjálfaður.
- Þú ert beðin(n) um að klæðast sérstökum buxum meðan á rannsókn stendur.
- Rannsóknin tekur um 15-45 mínútur. Fyrir speglunina er settur æðaleggur, í handlegginn.
Í gegnum hann eru svo oftast gefin róandi lyf og verkjalyf til að draga úr óþægindum. - Þú liggur á vinstri hlið og kreppir bæði hné og mjaðmir.
- Skoðunin er framkvæmd með langri sveigjanlegri slöngu sem er þrædd frá endaþarmi upp
allan ristilinn. Litlu magni af lofti er dælt inn í ristilinn til að gefa yfirsýn.
Vefjasýni eru tekin ef þörf krefur og er það sársaukalaust. Öll sýni eru send til
vefjagreiningar á rannsóknarstofu. Ef slímhúðarsepar finnast við speglunina eru þeir gjarnan
fjarlægðir um leið.
Er þetta sárt?
Oftast er ristilspeglun óþægindalítil. Stundum veldur rannsóknin vægum
kveisukenndum verkjum í kvið vegna lofts sem dælt er inn í ristilinn til að auðvelda yfirsýn.
Einnig geta komið sárari verkir þegar spegiltækið er þrætt upp. Reynt er að draga úr slíku
með því að nota róandi og verkjastillandi lyf meðan á rannsókn stendur. Einnig getur þú
dregið úr verkjum með því að anda djúpt og rólega meðan á rannsókn stendur.
Að speglun lokinni:
- Ertu flutt(ur) í hvíldarherbergi meðan þú vaknar upp og jafnar þig eftir rannsóknina. Þar
dvelur þú að meðaltali í 30-90 mín. - Upplýsingar um niðurstöður færð þú hjá lækninum strax að speglun lokinni
- Hafi vefjasýni verið tekið þarf að bíða í nokkra daga eftir niðurstöðu úr þeim.
- Þú getur fundið fyrir vægum verkjum í kvið (vindverkjum) sem venjulega líða fljótt hjá.
- Þú mátt borða og drekka að vild.
- Róandi lyf valda því að þú ert ófær um að aka bíl eða stjórna ökutæki þangað til næsta dag.
Reiknaðu með að þurfa fylgdarmann heim eftir útskrift. - Ef sýni hafa verið tekin geturðu orðið vör/var við örlítilð blóð frá endaþarmi í 1-2 daga sem
er eðlilegt.
Er hætta á fylgikvillum?
Ristilspeglun er örugg rannsókn. Eins og við öll læknisfræðileg inngrip geta hins vegar komið
upp fylgikvillar. Blæðingar geta komið einkum ef teknir eru separ. Slíkar blæðingar stöðvast
gjarnan af sjálfu sér en geta í undantekningartilfellum krafist blóðgjafar, nýrrar ristilspeglunar
eða skurðaðgerðar. Bólga getur komið eftir sepatöku ef notuð er brennsla við sepatökuna.
Götun á ristli er enn sjaldgæfari fylgikvilli en getur einnig krafist skurðaðgerðar. Þá geta
róandi lyf valdið aukaverkunum en slíkt er sjaldgæft. Hægt er að missa af meinsemdum í
ristlinum við speglunina, þær geta leynst bak við fellingar og beygjur sem eru í ristlinum.
Eftir rannsókn – Láttu lækninn þinn fljótt vita ef:
- Þú færð slæma kviðverki
- Þú færð hroll og hita.
- Þú færð miklar blæðingar um endaþarm (meira en 1 tsk. í hvert skipti)
- Hægðir verða svartar á næstu 2 vikum eftir rannsóknina.