Öndunarpróf fyrir Helicobacter pylori.
Meltingarsetrið (MS) býður upp á sem þjónusturannsókn prófið Helicobacter pylori Test INFAI
13C- urea breath test (UBT) (öndunarpróf) er hér nota til greiningar á H.pylori sýkingu. Framkvæmt í samvinnu við þýska fyrirtækið INFAI GmbH í Köln.
Sérstaða rannsóknarinnar:
Rannsóknin hefur fengið alþjóðlega viðurkenningu. Fyrst samþykkt af EU 1997. Nú samþykkt í öllum 15 löndum EU og mörgum öðrum löndum utan EU. Markaðsett í a.m.k. 36 löndum. Mest notaða 13C-UBT í heiminum í dag.
Auðveld notkun:
Einföld rannsókn, notendavæn og mjög áreiðanleg.
Án inngrips (non invasive):
13C-urea er þegar fyrir í líkama okkar þannig að það er ekkert sem sem segir okkur að prófið hafi hugsanlega aukaverkun í för með sér. Það má gera prófið á meðgöngu og hjá konum sem hafa barn á brjósti.
Engin frábending:
Það er engin frábending gegn Helicobacter Test INFAI
Mjög áreiðanlegt kontrol próf eftir H.pylori meðferð:
Prófið er hannað til notkunar bæði fyrir og eftir H.meðferð.
Sannreyna má hvort H.meðferðin hefur heppnast eða ekki, strax fjórum vikum eftir að meðferð lýkur.
Mjög næmt og sérstækt próf:
Mikill áreiðanleiki (efficacy) prófsins til að greina virka H.pylori sýkingu, sem gerir það að gull standard. Næmið (sensitivity) er 97.8% og sértækni (specificity) 98.5%.
Hagkvæmni (cost effective):
Í sumum tilfellum gerir rannsóknin speglun óþarfa.
Það sem þarf að koma frá í beiðni fyrir öndunarpróf fyrir Helicobacter pylori
Nafn, kennitala og sími sjúklings.
Ástæða beiðni
Sjúkrasaga: Meltuónot(dyspepsia), fyrri saga um sárasjúkdóm, GERD, upplýsingar hvort sjúklingur hefur áður farið í magaspeglun, lyfjasaga þar með talið upplýsingar um magasýruhemjandi lyf og sýklalyf, fyrri H.pylori meðferð.
Framkvæmd Helicobacter Test INFAI á MS:
Sjúklingur fastar x 6 klst
Engin sýklalyf x 4 vikur
Ekki PPI x 2 vikur.
Hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði kallar sjúkling inn, bókar tíma og skráir niðurstöðu rannsóknarinnar.
Niðurstaðan er síðan send tilvísandi lækni rafrænt.