Varðandi beina tilvísun á sjúklingum í speglun („open access“)
1) Sjúklingum er hægt að visa beint í speglun með
- a) Rafrænni beiðni í Sögukerfinu á Meltingarsetrið sem viðtakanda.
- b) Skriflegri tilvísun á Meltingarsetrið, Bíldshöfa 9, 110 Reykjavík.
- c) Tölvupósti á netfangið: meltingarsetrid@meltingarsetrid.is
2) Geta þarf þess í beiðni hvort sjúklingur sé á blóðþynnandi eða blóðflöguhemjandi lyfjum og hver ábendingin er (t.d. v/ lungnablóðreks júní 2016). Almennt þarf ekki að stöðva hjartamagnýl fyrir speglanir (æskilegt ef um fyrsta stigs forvörn að ræða) en önnur lyf í þessum lyfjaflokkum eru oftast stöðvuð ef mögulegt er. Fragmin er gefið í völdum tilfellum.
3) Æskilegt að fjölveikir sjúklingar og mjög aldraðir (yfir 80 ára aldur) komi í viðtal til meltingarlæknis áður en ristilspeglun er ákveðin. Magaspeglun má panta án undangengins viðtals í þessum aldurshópi.
4) Sjúklingar sem eru yngri en 18 ára ættu einnig að koma til meltingarlæknis í viðtal áður en speglun er bókuð. Ef sjúklingur er yngri en 16 ára ætti að visa honum til mats hjá barnalækni/barnameltingarlækni. Vegna skorts á barnameltingarlæknum á Íslandi höfum við tekið að okkur aldurshópinn 16-17 ára ef tilvísun kemur frá öðrum læknum.
5) Speglunarsvar er að jafnaði sent samdægurs til tilvísandi læknis og afrit af vefjasvari fer einnig og berst yfirleitt innan viku frá speglun. Gert er ráð fyrir að tilvísandi læknir láti sjúkling vita af niðurstöðu vefjarannsóknar nema annað sé tekið fram í speglunarsvarinu. Ef um krabbamein eða annað alvarlegt vandmál er að ræða er meltingarlæknirinn tilbúinn að taka sjúklinginn að sér og koma honum í réttan farveg, til frekari uppvinnslu og meðferðar.