Meltingarsetrið, hóf rekstur 18. september 2002, í Þönglabakka 1, í Mjóddinni, þá staðsett innan veggja Læknasetursins (LS) ehf. Meltingarsetrið var upphaflega stofnað af fimm læknum og var tilgangur félagsins rekstur á rannsóknarstofu í meltingarsjúkdómum. Meltingarsetrið hefur alla tíð lagt áherslu á speglanir og býður fyrirtækið upp á alhliða speglunarþjónustu með maga- og ristilspeglunum. Meltingarsetrið frakvæmir einnig öndunarpróf til að greina magabakteríuna, Helicobacter pylori.
Það hefur alla tíð verið farsæll stígandi og vöxtur á starfsemi fyrirtækisins. Eigendur Meltingarsetursins, sem eru allir sérfræðingar í meltingarsjúkdómum, sjá um stjórn og rekstur fyrirtækisins. Allir þessir læknar eru einnig með almenna móttöku.
Stefna Meltingarsetursins er að veita sjúklingum með meltingarvandamál bestu mögulegu þjónustu. Góður starfsandi hefur verið í fyrirrúmi þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu. Starfsfólkið leitast við að að skapa hlýlegt andrúmsloft og umhverfi fyrir alla þá sem til okkar leita í speglunarrannsóknir, viðtöl og skoðanir.
Meltingarsetrið býður upp á beina tilvísun í speglanir, s.k. “open access”. Það fyrirkomulag er orðið mjög vinsælt meðal lækna, en það styttir almennt biðtíma og fyrirhöfn sjúklinga varðandi þessar rannsóknir.
Þannig leitast Meltingarsetrið við að veita góða og skjóta þjónustu, en rannsóknirnar eru framkvæmdar eins fljótt og auðið er. Bráðatilfelli fá að sjálfsögðu forgang. Strax eftir speglunina veitir læknirinn sjúklingnum upplýsingar um niðurstöðu rannsóknarinnar og gefur viðeigandi ráðleggingar um meðferð og/eða frekari uppvinnslu. Við leggjum einnig mikla áherslu að upplýsingarflæði til tilvísandi læknis sé skilvirkt og fljótlegt.
Allar athugasemdir sjúklinga um hvernig við getum bætt speglunarþjónustuna okkar eru vel þegnar.